Emma heldur afmælisveislu fyrir bekkinn sinn. Það er glæsileg veisla í flottum veislusal með diskóljósum og gómsætum mat. Næst heldur Lísa upp á sitt afmæli. En verður hennar veisla jafnglæsileg?
Danski rithöfundurinn Line Kyed Knudsen (fædd 1971) gaf út fyrstu bókina sína “Pigerne fra Nordsletten” árið 2003. Árið 2007 fékk hún Pippi-styrkinn frá danska forlaginu Gyldendal. Hún skrifar bækur fyrir börn og ungmenni og kennir einnig skapandi skrif.