no
Bøger
Óþekktur

Króka-Refs saga

Króka-Refs saga segir frá Refi Steinssyni sem hrekst frá Íslandi vegna deilna. Ferðast hann þá víða og fer meðal annars til Grænlands, Danmerkur og Noregs. Þrátt fyrir að teljast ekki til vinsælustu Íslendingasagna er sagan um margt skemmtileg. Hún minnir á riddarasögur eða fornaldarsögur Norðurlanda.
Verkið er ólíkt helstu Íslendingasögum að því leyti að söguhetjan, Refur, er ekki sérlega líkur algengustu hetjum og stórmennum. Hann er nokkurs konar blanda af andhetju og ofurhetju. Til að mynda hikar hann ekki við að beita brögðum til að ná sínu fram og kemur sér hjá beinum átökum án nokkurrar skammar.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
40 trykte sider
Oprindeligt udgivet
2020
Udgivelsesår
2020
Har du allerede læst den? Hvad synes du om den?
👍👎
fb2epub
Træk og slip dine filer (ikke mere end 5 ad gangen)