KF Mezzi er á leið á stærsta mót sitt til þessa með nýja þjálfaranum, Auði. Nú reynir svo sannarlega á liðsheildina og keppnisandann. En ýmislegt getur gerst á fótboltamótum, svo sem alvarleg meiðsli, slest getur upp á vinskapinn og jafnvel stofnað til nýs vinskapar. Það sem er mest spennandi eru þó útsendararnir, sem eru þarna sérstaklega til að finna fótboltastjörnur framtíðarinnar. Ætli einhver í liðinu verði uppgötvaður?
KF Mezzi er sería af fótboltabókum eftir Daniel Zimakoff. Serían fjallar um vinina Tómas, Sölva og Berg og gleði þeirra og vandamál með þjálfara, félaga og andstæðinga. Þeir taka þátt í að stofna fótboltaliðið KF-Mezzi, sem er blandað lið, því það eru líka stelpur með í liðinu.
Daniel Zimakoff fæddist árið 1956 og er lærður bókasafnsfræðingur, en hefur starfað við ýmislegt, hann vann meira að segja sem leikari áður en hann gerðist rithöfundur. Frá árinu 1980 hefur hann skrifað fjöldann allan af barnabókum og vann til barnabókaverðlauna danska menningarmálaráðuneytisins árið 2004. Þegar hann er ekki upptekinn við að skrifa spilar hann fótbolta, blak, veggtennis, tennis, les bækur, horfir á sjónvarp og keyrir mótorhjól.