no
Bøger
Óþekktur

Gísla saga Súrssonar

Gísla saga Súrssonar er einna vinsælust Íslendingasagna og er Gísli talinn til ástsælustu hetja þeirra. Saga þessi er líklega rituð um lok 13. aldrar en sögusviðið er að mestu Vestfirðir, einkum Dýrafjörður, Arnarfjörður og Breiðafjörður. Talið er að kjarni sögunnar sé sannur en hún hafi þó að miklu leyti fengið á sig skáldlegan búning.
Verkið fjallar um ósættir og mannvíg þar sem hinn forni frændsemisháttur ríkir. Helstu persónur bókarinnar eru Gísli Súrsson, Auður kona hans, Þorkell bróðir Gísla og Þorgrímur goði. Sagan þessi er ein þeirra Íslendingasagna sem hefur verið kennd í gunn— og menntaskólum landsins um árabil.
Íslendingasögurnar eru einstakar að því leyti að höfunda þeirra er hvergi getið. Sögurnar hafa að öllum líkindum varðveist í munnlegri geymd og síðar rituðum heimildum en frumtexta sagnanna er hvergi að finna. Sögurnar eru afar mikilvæg heimild um líf Íslendinga á miðöldum og eru bækurnar óneitanlega stór hluti af íslenskum menningararfi. Þær eru um fjörutíu talsins og fjalla að mestu um líf bænda og víkinga á miðöldum þar sem hefndin réði ríkjum.
69 trykte sider
Oprindeligt udgivet
2020
Udgivelsesår
2020
Har du allerede læst den? Hvad synes du om den?
👍👎
fb2epub
Træk og slip dine filer (ikke mere end 5 ad gangen)